FERÐAGJÖF

[English below]
Við tökum vel á móti þeim sem vilja nýta ferðagjöf stjórnvalda hjá okkur og bjóðum fólki sérstakt kaupaukatilboð til að hámarka virði hennar.

Tilboð með ferðagjöf
Með því að nýta ferðagjöf stjórnvalda hjá Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal, allt að tvöfaldarðu virði hennar. Hægt er að velja á milli eftirfarandi tilboða:

Tilboð 1 - frítt fyrir börn
Frítt fyrir eitt barn (12 ára eða yngra) með hverri ferðagjöf

Tilboð 2 - frítt baksviðs og 50% afsláttur af súpu
Frítt fyrir einn "á bak við tjöldin" + 50% afsláttur af gómsætri súpu að eigin vali með hverri ferðagjöf

 

Ferðagjöfin og tilboðin sem henni fylgja, gilda til 31. desember 2020, jafn lengi og ferðagjöfin sjálf. Við tökum vel á móti ykkur og hlökkum til að sjá sem flesta Íslendinga koma, upplifa og njóta þessarar einstæðu upplifunar.

 

ferðagjöf komdu með yellow small.JPG

Hvernig panta ég með ferðagjöfinni?

Skref 1: Farðu inn á ferdagjof.island.is eða sæktu “Ferðagjöf” appið í símann þinn

 

Skref 2: Smelltu á “Sækja ferðagjöf” og skráðu þig inn með rafrænu skilríki

 

Skref 3: Veldu “Búa til strikamerki” og þá birtist strikamerki og undir því raðtala (8 tölustafir)

 

Skref 4: því næst ferðu í bókunarvélina hér á heimasíðunni undir "Tickets" og velur dag og tíma sem þú ætlar að bóka og fyllir svo út persónuupplýsingar. Þegar kemur að því að slá inn greiðsluupplýsingar má sjá valmöguleikann “Promo Code or Gift Card” (efst ef þú ert í síma en til hægri ef þú ert í tölvu) og þar undir velurðu “Gift Card” og slærð inn raðtöluna fyrir ferðagjöfina (sjá skref 3 hér að ofan). Þá dregst fjárhæðin frá bókuninni. Því næst staðfestirðu bókunina.

 

Skref 5: Þegar búið er að staðfesta bókunina birtist staðfestingarsíða og þú færð einnig staðfestingu í tölvupósti. Vinsamlegast svarið þeim pósti og látið okkur vita hvort þið ætlið að nýta ykkur tilboð 1 eða tilboð 2 með ferðagjöfinni.


ATH! Aðeins er hægt að bóka fyrir eina ferðagjöf í einu og því þarf að fara í gegnum framangreint ferli fyrir hverja ferðagjöf sem á að nýta.

Ef þið lendið í vandræðum, vinsamlegast sendið okkur póst á info@icelandiclavashow.com eða hringið í síma 8237777.

 

Athugið að einnig er hægt að mæta á svæðið án bókunar og borga með ferðagjöfinni á staðnum. Þá er hins vegar ekki hægt að ábyrgjast að laust sé á sýninguna enda aðeins 50 sæti í boði á hverja sýningu. Við mælum því ávallt með því að bóka fram í tímann eða í það minnsta að hafa samband og kanna bókunarstöðu.

ferðagjöf hús.JPG

English

The government's 5000 kr. "Ferðagjöf" can be used at Icelandic Lava Show and we offer special benefits on top. For those who use the "Ferðagjöf" at Icelandic Lava Show can choose between:
 

Offer 1 - free for kids
Free admission for one child (12 years or younger) for each used "ferðagjöf"

Offer 2 - free backstage tour + 50% discount of soups
Free backstage tour for one + a 50% discount of the soup of choice with each used "ferðagjöf"

How do I book tickets with the "ferðagjöf"?

Step 1: Go to ferdagjof.island.is or download the “Ferðagjöf” app to your phone

Step 2: Press “Sækja ferðagjöf” and use the digital ID to sign in

Step 3: Choose Búa til strikamerki” and then a barcode appears and underneath a 8 digit number

Step 4: Go to the booking engine on this website under "Tickets", choose a day and time that you want to attend the lava show and fill in the personal info in the next step. When you arrive at the checkout step where you are asked to provide the payment info, you should see the option "Promo Code or Gift Card" (at the top if you are on mobile but to the right if you are on a computer). There you choose "Gift Card" and enter the 8 digit number mentioned in step 3 above. Then the "ferðagjöf" amount will be deducted from the amount and you can confirm the booking.

Step 5: Once the booking is confirmed a confirmation page appears and you will receive a confirmation email.  Please reply to that email, informing us if you plan on using offer 1 or offer 2 with the "ferðagjöf".

Note! You can only use one "ferðagjöf" at a time so if you intend on using more than one you will need to go through the steps above for each one.

In case of any issues with booking, please contact us at info@icelandiclavashow.com or +354 8237777.

 

Note that you can also show up and scan the barcode on location. However, we cannot guarantee availability as there is a limit of 50 seats per show and we do regularly get sold out. Therefore, we always recommend booking in advance.

ferðagjöf_mobile.png